Ungir kjósendur eru hrifnastir af Pírötum, Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki en þeir sem eldri eru, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að fengju ungir kjósendur að ráða kæmust tveir nýir flokkar á þing. Björt framtíð nýtur stuðnings 9,1% í þessum hópi og Píratar 6,9 prósent. Píratar fengju þessu samkvæmt fimm þingmenn.

Þá segir í könnuninni að stuðningur við þá þá flokka sem mynda fjórflokkinn er annar hjá nýjum kjósendunum en þeim eldri. Stuðningur við Framsóknarflokkinn er 17,8% en ekki 31,9% eins og hjá öllum kjósendum, Sjálfstæðisflokkinn styðja 32,3% samanborið við 27,6% hjá kjósendum öllum. Á móti styðja 17,6% ungra kjósenda Samfylkinguna samanborið við 13,8% hjá öllum kjósendum.