*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 14. desember 2015 10:50

Píratar helmingi stærri en Sjálfstæðisflokkurinn

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst. Samfylking tapar fylgi, þriðja mánuðinn í röð og mælist nú undir 10%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Píratar eru áfram stærsti stjórnmálaflokkur landsins, níunda mánuðinn í röð samkvæmt könnun MMR. Fylgi flokksins mælist nú 35,5% og ekst um 0,2% frá síðast mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr næst stærsti flokkur landsins. Fylgi hans er 22,9%, en var 23,7% í síðasta mánuði. 

Framsókn bætir við sig fylgi, flokkurinn mældist með 10,8% í síðasta mánuði en eru núna með 12,9%. Fylgi Vinstri-Grænna lækkar milli mánaða, það er nú 9,4% en var 9,9% í síðasta mánuði.

Fylgi Samfylkingar heldur áfram að lækka, þriðja mánuðinn í röð. Fylgi flokksins mælist nú 9,4%, fylgið mældist 10,5% í síðasta mánuði og 11,3% í mánuðinum fyrir það. Fylgi Bjartrar framtíðar er óbreytt milli mánaða í 4,6% og fylgi Dögunnar mælist 1,1%, miðað við 0,7% í síðasta mánuði. Aðrir flokkar eru undir 1%.

Fylgi ríkisstjórnarinnar mælist nú 35,6% en var 33,1 í síðustu mælingu og 31,4% í lok september.