MMR hefur birt niðurstöður úr könnun þar sem athugað var fylgi stjórnmálaflokka og stuðningur við ríkisstjórnina á tímabilinu 13. til 18. mars 2015. Píratar hafa bætt við sig miklu fylgi frá því í síðustu könnun (sem lauk 19. febrúar s.l.) og mælast nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi (munur á fylgi Pírata og Sjálfstæðisflokksins er þó innan tölfræðilegra vikmarka).

Fylgi Pírata mældist nú 23,9%, borið saman við 12,8% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist hins vegar nú 23,4% samanborið við 25,5% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,5%, borið saman við 14,5% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,0%, borið saman við 13,1% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,8%, borið saman við 12,9% í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 10,3%, borið saman við 15,0% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Þá mældist stuðningur við ríkisstjórnina nú 33,4% en var 36,4% í síðustu mælingu.

Svarfjöldi var 969 einstaklingar. Samtals voru 78,6% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (7,2%), myndu skila auðu (6,9%), myndu ekki kjósa (2,8%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (4,4%).