*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Innlent 21. janúar 2020 10:01

Framsóknarmenn og Píratar vænta sigurs

Ríflega helmingur Íslendinga eru áhugasamir um gengi landsliðsins í handbolta, en áberandi minnst meðal Pírata.

Ritstjórn
Guðjón Valur Sigurðsson í leik á EM.
epa

Ríflega helmingur Íslendinga eru áhugasamir um gengi íslenska handboltalandsliðsins sem keppir nú á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð. Um þrír af hverjum tíu hafa hins vegar lítinn áhuga á henni og nær 16% hafa hvorki mikinn né lítinn áhuga. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Eftir því sem fólk er eldra því líklegra er það til að hafa áhuga og eru þeir sem eru milli fertugs og fimmtugs líklegri en aðrir til að hafa gífurlegan áhuga. Líklegra er að sama skapi að fólk hafi lítinn áhuga eftir því sem það er yngra, og er fólk yngra en fertugt líklegra en þeir eldri til að hafa engan áhuga.

Einnig má sjá áhuga eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef kosið væri til Alþingis í dag, og sést þar að kjósendur Pírata hafa áberandi minnstan áhuga, eða 24% þeirra, meðan kjósendur Samfylkingarinnar hafa sínu mestan áhuga, eða 64% þeirra.

Jafnframt var spurt hverjum það spáði sigri og voru karlar líklegri til að spá Spánverjum sigri en konurnar líklegri til að spá Þjóðverjum sigri. Yngri kynslóðin hefur svo meiri trú en þeir eldri á að Íslendingar sjálfir sigri mótið, eða um þrír af hverjum tíu fullorðunum undir þrítugu.

Þar af eru stuðningsmenn Pírata og Framsóknarflokksins líklegast til að spá Íslendingum sigri. Flestir búast við að íslenska liðið lendi í 8. sæti, eða 17,9% þátttakenda, en hlutfallið er yfir tíu prósentin frá 5. sæti nður í 10. sæti. Mjög fáir eða 0,5% spá öðru sætinu en 6,4% eru bjartsýnir á sigur.