Þingflokkar Pírata og Samfylkingarinnar hafa samþykkt að halda áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Hins vegar ríkir meiri óvissa með afstöðu Vinstri grænna, Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar. Þessu er greint frá í Morgunblaðinu og í frétt RÚV .

Haldinn verður úrslitafundur í hádeginu í dag þar sem að framhaldið verður ákveðið. Katrín Jakobsdóttir sagði um miðnætti í gær að haldið áfram væri að funda á morgun innan þingflokks Vinstri grænna.

Þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu saman þar til seint í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir talaði jafnframt við Birgittu Jónsdóttur, þingsflokksformann, Pírata. Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur í Morgunblaðinu að flokkarnir væru sammála um að fara í ákveðnar breytingar, en væru ósammála um leiðir í hinum ýmsu málum.