*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 29. júlí 2019 10:12

Píratar og Sjálfstæðismenn missa fylgi

Fimmtungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins síðast ætla að kjósa Miðflokkinn samkvæmt nýrri könnun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þó Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í nýrri könnun Fréttablaðsins hefur hann misst rúmlega tvö prósentustig frá síðustu könnun og nærri 5 prósentustig frá kosningunum árið 2017. Mælist hann nú með 20,5%.

Píratar sem voru næst stærstir í könnun blaðsins í júnímánuði með 15,2% missa um þrjú prósentustig, þó hann sé enn stærri en kjörfylgið sem var 9,2%. Eru nú bæði Samfylkingin, sem stendur í stað í 14,4% frá síðustu könnun og Miðflokkurinn sem bætir við sig 3,6 prósetnustigum og mælist með 13,4% komnir uppfyrir Pírata.

Fylgi annarra flokka breytist lítið, Viðreisn bætir við sig 0,7 prósentustigi frá síðustu könnun, og er með 10,6%, Framsókn bætir við sig 1,1% frá síðustu könnun, fer í 8,2% og Flokkur fólksins fer úr 4,3% í júní í 3,2% nú. Sósíalistar fá 2,7%.