MMR hefur birt nýja skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina.

Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur og mælist fylgi hans 26,6% saman borið við 24,2% í síðustu könnun. Samfylkingin fengi 20,3% fylgi og bætir við sig 3,3%. Björt framtíð mælist með 17,6% borið saman við 19,2% síðast, og er fylgi Pírata 10,3% miðað við 9,6% í síðustu könnun.

Framsókn mældist með 10,1% fylgi  og minnkar fylgið um 1,7%. Vinstri græn fengju 9,6% fylgi en fengu í síðustu könnun 11,6%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 38,5% en var 36,2% í síðustu mælingu og eykst fylgi við hana því lítillega.

Könnunin var gerð á tímabilinu 25. til 28. ágúst sl. og svöruðu 945 einstaklingar. Samtals voru 76,2% sem gáfu upp afstöðu til flokka, óákveðnir voru 7,2%, þeir sem myndu skila auðu voru 7,8% og þeir sem ekki myndu kjósa 2,9%. Þá voru 5,9% sem vildu ekki gefa upp afstöðu sína.