Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 , að samstarf við Framsókn væri ekki vænlegur kostur í myndun fimm flokka stjórnar. Hún tekur það jafnframt fram að samtali þessara fimm flokka sem stóðu í stjórnarmyndunarviðræðum; Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, VG og Samfylkingar sé ekki lokið.

Hún tekur jafnframt fram að að einhver annar flokkur eða formaður gæti þurft að taka við verkstjórninni eftir að slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm.