Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Smári McCarthy og Birgitta Jónsdóttir stóðu í dag fyrir svörum á blaðamannafundi Pírata. Flokkurinn hefur sent fjórum flokkum bréf og óskað eftir mögulegum stjórnarviðræðum eftir kosningar. Flokkarnir fjórir eru Björt framtíð, Samfylkingin, VG og Viðreisn.

Flokkurinn hefur þar með útilokað samstarf við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Píratar segjast einfaldlega ekki getað tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.

Píratar byggja þetta erindi sitt á kröfu um nauðsynlegar kerfisbreytingar, siðbót í stjórnmálum og stríð á hendur spillingu og sjálftöku.

Flokkurinn segir aðra íslenska stjórnmálaflokka geta svikið loforð í skjóli málamiðlana. Píratar segjast geta tekið á þeim vanda með kerfisbreytingum og ætli sér ekki að blekkja kjósendur.

Sam­kvæmt er­ind­is­bréfi umboðsmanna Pírata sem samþykkt var í kosn­inga­kerfi Pírata hafa þeir umboð til umræðna við for­svars­menn annarra stjórn­mála­flokka um mynd­un rík­is­stjórn­ar bæði fyr­ir og eft­ir kosn­ing­ar.

Umboðsmenn Pírata skipa eru Birgitta Jóns­dótt­ir, 1. sæti Reykja­vík Norður, Smári McCarthy, 1. sæti Suður­kjör­dæmi og Ein­ar Brynj­ólfs­son, 1. sæti Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Fundir eiga að fara fram 27. október samkvæmt bréfi Pírata.