*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 17. september 2017 16:23

Píratar vilja klára þrjú mál fyrir þingrof

Þingflokkur Pírata hefur óskað eftir þingfundi til að breyta stjórnarskrá, veita ríkisborgararétt og svipta sakamenn atvinnuleyfi fyrir kosningar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Píratar hafa sent frá sér bréf til annarra þingmanna þar sem þeir lista upp þrjú mál sem flokkurinn vill að verði kláruð fyrir kosningar. Þeir vilja breyta stjórnarskrá, veita ríkisborgararétt og svipta dæmda menn atvinnuleyfi en bréfið er jafnframt stílað á fjölmiðla.

Í bréfinu sem Jón Þór Ólafsson ritari þingflokksins sendir út fyrir hönd þingflokksins eru aðrir þingmenn spurðir:

Styðjið þið að óska eftir þingfundi til að klára strax þrjú mikilvæg mál?:

  1. Frumvarp Loga um að veita tveimur stúlkum á flótta og fjölskyldum þeirra sem vísa á úr landi ríkisborgararétt,
  2. Frumvarp Sunnu sem þolendur kynferðisafbrota hafa kallað eftir um að barnaníðingar geti ekki starfað sem lögmenn, og
  3. Frumvarp um eina breytingu á stjórnarskránni svo hægt verði á næsta kjörtímabili að breyta stjórnarskrá Íslands með aðkomu kjósenda án þess að rjúfa þing og boða til kosninga.

Þegar þetta er skrifað hafa þrír þingmenn svarað með tölvupósti til allra viðtakanda, það er Halldóra Mogensen og Smári McCarthy sem bæði svara einfaldlega já, en Nichole Leigh Mosty virðist vilja klára fleiri mál en hún segir:


Hvað með NPA hafi menn gleymti að samningur renna út um áramót og við (allir flokkur) sömdum um að klára þetta núna í hast?
Svo varðandi Loga mál eru fleiri mál tengd því sem hafi ekki fengið að koma fram.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is