Pirelli dagatalið er komið út fyrir árið 2014. Fyrirsætur sækjast eftir því að sitja fyrir í dagatalinu og tískuljósmyndarar keppast um að mynda módelin. Vogue fjallar um málið á vef sínum.

Dagatalið er framleitt í litlu upplagi og aðeins dreift til útvaldra viðskiptavina ítalska dekkjaframleiðandans Pirelli. Þeir sem eru í þeirra hópi geta skoðað dagatalið hér .

Margar af helstu fyrirsætur heims hafa setið fyrir í dagatalinu, sem er 50 ára á næsta ári. Oft hefur dagatalið vakið um miklar deilur vegna djarfra mynda. Ekki síst í dagtali ársins 2012 þegar ekki var með nokkru móti hægt að sjá að dagatalið tengdist dekkjaframleiðanda.

Hér fyrir neðan má sjá eina myndina sem prýðir dagatal næsta árs. Myndin er tekin árið 1986.

Vínsmökkun franska sendiráðsins
Vínsmökkun franska sendiráðsins
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)