Oscar Pistorius var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndráp þegar hann banaði kærustu sinni á heimili sínu á Valentínusardag árið 2013. Reeva Steenkamp, kærasta hans sem starfaði sem módel, var skotin fjórum sinnum í gegnum baðherbergisdyrnar.

Sögð hafa rifist í gegnum baðherbergisdyr

Oscar Pistorius var hlaupastjarna á Ólympíuleikum fatlaðra, en hann hafði misst báður fætur fyrir neðan hné og hljóp því á fjöðrum sem komu frá íslenska fyrirtækinu Össur .

Saksóknarar sögðu Pistorius og Steenkamp hafa verið að rífast í gegnum baðherbergisdyrnar þegar hann skaut hana, en hann vörn hans byggir á því að hann hafi talið innbrotsþjóf hafa komist í gegnum baðherbergisgluggann og því hafi hann skotið í sjálfsvörn. Hefði hann verið sakfelldur fyrir morð af yfirlögðu ráði hefði hann fengið 15 ára fangelsi.

Glæpatíðni mjög há í Suður Afríku

Sögðu verjendur að fötlun hans leiddi til þess að hann teldi sig vera í frekari hættu gegn innbrotsþjófum en ella sem og að það væri honum sérstaklega slæmt að lenda í hræðilegu fangelsiskerfi landsins. Glæpatíðni í Suður Afríku er gríðarlega há, og eru morð og innbrot mjög tíð í landinu.

Fyrst í september 2014 dæmdi sami dómari, Thokozile Masipa, sem er önnur blökkukonan sem skipuð er í yfirrétt landsins, hann í 5 ára fangelsi. Dómnum var áfrýjað til áfrýjunarréttar landsins, sem dæmdi hann sekann um morð, á þeirri forsendu að hann hafi ætlað að drepa einhvern, hvort sem það væri kærustu sína eða innbrotsþjófinn. Dómur áfrýjunarréttar virkar þó þannig að málinu er á ný vísað til sama dómara og fyrr.

Dómarinn hefur áhyggjur af sálarheill

Í dómsorði sínu sagðist Masipa að dómurinn ætti að taka tillit til eftirsjáar hins saksótta og árinu sem hann hefur þegar eytt í fangelsi, en eftir tæplega ársvist í fangelsi var hann sendur í stofufangelsi.  „Ég er á þeirri skoðun að langur dómur þjóni ekki réttlætinu í þessu máli,“ sagði Masipa sem sagði jafnframt:

„Hann er fallin hetja, hefur misst frama sinn og fjárhagur hans er í molum. Versta við það að hafa tekið líf annarrar manneskju á þann hátt sem hann gerði þýðir að hann getur ekki verið með frið í hjarta sínu. Hann getur náð sér en það byggir fyrst og fremst á hinum saksótta.“