*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 21. október 2014 09:15

Pistorius í fimm ára fangelsi

Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir manndráp af gáleysi.

Ritstjórn
Oscar Pistorius.
epa

Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius var í morgun dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, en hann skaut unnustu sína, Reevu Steenkamp, til bana á heimili þeirra á síðasta ári.

Pistorius fékk einnig þriggja ára skilorðsbundinn dóm vegna ákæru um meðferð skotvopna. Ákæruvaldið hafði farið fram á 10 ára fangelsisdóm á hendur Pistorius, en verjendur hans töldu samfélagsþjónustu og stofufangelsi nægilega refsingu.

Stikkorð: Oscar Pistorius