Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius hefur verið látinn laus úr fangelsi en hann mun afplána afgang refsivistarinnar í stofufangelsi. Upphaflega átti að láta hann lausan á morgun en því var flýtt til að losna við fjölmiðlaumfjöllun. BBC greinir frá.

Pistorius var dæmdur til fimm ára fangelsis fyrir tæplega ári fyrir að hafa orðið kærustu sinni, Reeva Steenkamp að bana. Pistorius var dæmdur fyrir manndráp en hann sagði fyrir dómi að hann hafi haldið að innbrotsþjófur hafi falið sig inn á baðherbergi og því hafi hann skotið í gegnum lokaðar dyrnar. Kærastan hans, Reeva Steenkamp var þar fyrir innan og lést af skotsárum.

Pistorius þarf að mæta fyrir Hæstarétt Suður-afríku þann 3. nóvember en saksóknari hefur áfrýjað dóm lægra dómsstigs og reynir að fá Pistorius dæmdan fyrir morð. Pistorius gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur fyrir morð í Hæstarétti.