Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius hefur verið sýknaður um morð að yfirlögðu ráði. Hann var sakaður um að hafa skotið unnustu sína til bana í febrúar í fyrra. Hann var talinn hafa átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Pistorius var með fjölda samninga við framleiðendur íþróttavara. Hann hafði líka lengi verið með samning við stoðtækjafyrirtækið Össur en hann notaði gervifætur frá fyrirtækinu. Í mars í fyrra var ákveðið að Össur myndi ekki framlengja auglýsingasamning við hann.

Pistorius hefur ávallt haldið því fram að hann hafi skotið unnustu sína fyrir mistök, hann hafi talið hana verið þjóf sem hafi komið inn í húsið í gegnum hálfopinn glugga. Þjófinn taldi hann vera inni á baðherbergi á bak við luktar dyr. Hann skaut því í gegnum dyrnar með byssu sinni.

Beina útsendingu frá dómsuppkvaðningu má sjá á vef breska útvarpsins ( BBC ).