Kínverskt fjárfestingarfélag hefur keypt breska veitingarisann Pizza Express fyrir 900 milljónir punda, sem jafngildir um 176 milljörðum íslenskra króna. The Guardian segir frá þessu.

Fjárfestingafyrirtækið Hony Capital keypti keðjuna en fimm önnur fjárfestingafyrirtæki sýndu því einnig áhuga að kaupa. Salan er sú stærsta á evrópskum veitingamarkaði í fimm ár.

Pizza Express hefur smám saman verið að auka umsvif sín í Asíu og er salan liður í því. Pizza express opnaði sinn fyrsta stað í Peking fyrir um tveimur mánuðum. 12 staðir eru starfræktir í Hong Kong og níu í Sjanghai. Þá er stefnt að því að opna 200 staði í viðbót í Bretlandi.