Pizza67 hefur nú opnað nýjan stað í Reykjavík að Grensásvegi 10, en það eru sömu aðilar sem standa á bakvið þennan stað og opnuðu nýverið Pizza67 í Langarima í Grafarvogi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að undanfarna daga hafi aðeins verið mögulegt að panta þaðan brottnámsbökur til að njóta heima en smiðir vinni nú hörðum höndum að því að leggja lokahönd á veitingasal staðarins sem verði tekinn í notkun eftir helgi.

Við opnun staðarins á Grensásvegi var tækifærið nýtt og gerður samstarfssamningur við Vífilfell. . „Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á Coke enda mitt mat að það geri góðan mat enn betri,“ segir Ólafur Tryggvason, stjórnarformaður Pizza67.