Leikjafyrirtækið Plain Vanilla auglýsir eftir sjö lausar stöður í dagblöðum dagsins. Þar á meðal er starf spurningahöfundar, gagnagreinir, kerfisforrita, aðstoðarmaður fjármálastjóra og fleiri störf. Fyrirtækið setti spurningaleikinn Quiz Up í loftið á fimmtudag í síðustu viku og er hann nú orðinn einn af vinsælustu leikjunum í App Store-netbúð Apple.

Fram kemur í umfjöllun um vinsældir leiksins í Morgunblaðinu í dag að rúmlega hálf milljón manna hafi halað leiknum niður úr netbúðinni. Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, segist í samtali við Morgunblaðið í kringum 100 þúsund nýja notendur bæst við á hverjum degi. Fljótlega eftir útgáfu leiksins hafi hann náð að markaðssetja sig vegna eigin vinsælda (e. viral) og því hafi fyrirtækið hætt að setja pening í markaðssetningu.

Hjá Plain Vanilla vinna 20 manns í dag. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Laugavegi 26. Fyrirtækið er einnig með starfsstöðvar í New York og San Francisco.