Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla er frumkvöðull ársins, að mati Viðskiptablaðsins. Fyrirtækið var stofnað fyrir þremur árum. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, tók við verðlaununum við hátíðlega athöfn Viðskiptablaðsins á Hótel Sögu.

Hann segir í viðtali í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins, að þrátt fyrir mikinn vöxt eigi fyrirtækið mikið inni. Stefnt er að því að spurningaleikurinn QuizUp komi út fyrir Android-stýrikerfið eftir áramótin, þ.e. í janúar á nýju ári. Hann bendir jafnframt á að 60-70% snjallsímanotenda í Bandaríkjunum eigi síma sem keyri á Android-kerfinu.

Ítarlegt viðtal við Þorstein má lesa í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins.