*

föstudagur, 16. apríl 2021
Innlent 7. janúar 2016 11:30

Plain Vanilla fær fjármögnun

Fjármögnunin er í formi lánveitingar að upphæð 8 til 10 milljónum Bandaríkjadala.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Tölvuleikjaframleiðandinn Plain Vanilla sem gefur út spurningaleikinn QuizUp hefur lokið við fjármögnun að upphæð 8 til 10 milljónir dala samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Það jafngildir 1 til 1,3 milljörðum íslenskra króna.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er fjármögnunin í formi lánveitingar en ekki liggja fyrir upplýsingar um hver lánveitandinn er.

Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.