*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 16. nóvember 2013 19:20

Plain Vanilla er metið á 2,1 milljarð

Eftir útgáfu leiksins hafa fjárfestar sýnt áhuga á að kaupa hlut í Plain Vanilla.

Bjarni Ólafsson
Birgir Ísl. Gunnarsson

Leikjafyrirtækið Plain Vanilla er metið á 2,1 milljarða króna, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Fyrirtækið er ekki skráð á markað. Skömmu áður en spurningaleikurinn QuizUp, sem Plain Vanilla hefur þróað fór í loftið leiddi fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital hlutafjáraukningu í fyrirtækinu fyrir um tvær milljónir dala. Ekki hefur verið gefið upp verðmat Plain Vanilla við þá aukningu.

Eftir útgáfu leiksins hafa fleiri aðilar sýnt áhuga á að kaupa hlut í Plain Vanilla.

„Við erum núna orðin vinsælasti leikurinn bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi og við þær aðstæður er ef til vill skiljanlegt að menn komi að máli við okkur um kaup á hlut í félaginu. Áhersla okkar er hins vegar öll á því að halda netþjónum okkar gangandi,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Hann segist ekki geta tjáð sig um einstaka áhugasama fjárfesta eða verðhugmyndir þeirra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.