Leikjafyrirtækið Plain Vanilla og Símafélagið hafa gengið frá samkomulagi um að Símafélagið veiti Plain Vanilla IP-MPLS ljósleiðaratengingar vegna starfssemi sinnar hér á landi.

„Áreiðanleiki og öryggi fjarskipta er gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og okkar sem starfar við þróun og rekstur hugbúnaðarlausna fyrir farsíma og önnur nettengd tæki.  Símafélagið og sérfræðingar þess hafa veitt okkur áreiðanlega og framúrskarandi þjónustu þrátt fyrir örar breytingar okkar megin,“ segir Steinn Eldjárn Sigurðarson, yfirmaður kerfisrekstrar Plain Vanilla, í tilkynningu.

„Við erum mjög stolt og ánægð að fá Plain Vanilla til samstarfs við okkur.  Fyrirtækið er ört vaxandi og hefur verið að gera afar flotta hluti á alþjóðlegum markaði með hinu gríðarlega vinsæla Quizup appi.  Að eiga pínulítinn þátt í áframhaldandi velgengni þeirra með því að veita trausta og örugga þjónustu er okkur í senn ánægja og heiður,“ segir Ingvar Bjarnason, yfirmaður tæknisviðs Símafélagsins.