Besta plata ársins 2010, að mati Time, breiðskífa hins bandaríska Kanye West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, hefur selst í meira tveimur milljónum eintaka í Bandaríkjunum á árinu. Algengt er að nýjar plötur kosti um 14 dollara í plötubúðum vestanhafs sem þýðir að innkoma af tveimur milljónum seldra eintaka er u.þ.b. 28 milljónir dollara, eða um 3,2 milljarðar króna. Sú upphæð skiptist síðan milli útgefanda, söluaðila og listamannsins, samkvæmt samningum hverju sinni.

Plata Kanye West var meðal mest seldu plata ársins í Bandaríkjunum, a.m.k. hingað til, þrátt fyrir að koma ekki formlega út fyrr en í nóvember sl.

Lista yfir tíu bestu plötur ársins að mati Time má sjá hér.