Það var sprotafyrirtækið Platome líftækni sem hlaut verðlaunin Sproti ársins hjá Viðskiptablaðinu árið 2017. Bjarni Ólafsson, fráfarandi ritstjóri Viðskiptablaðsins, og Trausti Hafliðason, nýr ritstjóri blaðsins, veittu verðlaunin við athöfn á veitingastaðnum Apótekinu í dag.

Platome líftækni er fyrirtæki sem framleiðir lausnir úr blóðflögum sem notaðar eru m.a. til að rækta stofnfrumur. Fyrirtækið er leiðandi í heiminumvarðandi þessa tækni, þótt nýstofnað sé, en í lausnirnar eru notaðar blóðflögueiningar frá Blóðbankanum, sem ella yrði fargað.

Stofnendur Platome eru þau Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, sérfræðingur í frumulíffræði og ónæmisfræðum og dósent við Háskólann í Reykjavík.

N ánar er fjallað um Platome líftækni og fjölda annarra frumkvöðlafyrirtækja í Frumkvöðlum , nýju aukablaði Viðskiptablaðsins.