*

föstudagur, 25. júní 2021
Innlent 19. nóvember 2020 12:54

Play fær þrjú lendingarleyfi

Flugfélagið er komið með tvö leyfi í Lundúnum og eitt í Dyflinni, og hefur sótt um „mun fleiri“.

Ritstjórn

Flugfélagið Play hefur fengið lendingarleyfi á flugvöllunum Stansted og Gatwick í Lundúnum, auk alþjóðaflugvallarins í Dyflinni, og hefur sótt um á mun fleiri stöðum.

Félagið er ekki komið með flugrekstrarleyfi, en stefnt er að fyrstu farþegaflugunum á öðrum fjórðungi næsta árs.

Í frétt mbl um málið er haft eftir Sveini Inga Steinþórssyni fjármálastjóra félagsins að félagið hafi verið lánsamt að hafa ekki hafið flugrekstur áður en heimsfaraldurinn skall á. Nú safni önnur flugfélög skuldum á meðan enginn sé að panta flugmiða.

Félagið hefur gert samninga um leigu á einni flugvél, en hann hefur ekki tekið gildi enn. Sveinn segir að afar auðvelt verði að bæta við vélum í samræmi við eftirspurn, enda mikið framboð véla til leigu með skömmum fyrirvara.

Stikkorð: Play