Flugfélagið PLAY hefur neyðst til að fella niður fjórtán flugferðir til Evrópulanda sökum stöðu Covid-faraldursins. Ferðirnar sem voru á áætlun í september en fella þurfti niður voru til Parísar, London og Berlínar. Fréttablaðið greinir frá.

„Á­stæðan er ein­fald­lega kórónu­veiran og PLAY, líkt og öll stærstu flug­fé­lögin á Kefla­víkur­flug­velli, sá sér ekki annað fært en að hag­ræða á­ætlun sinni á þessum ó­vissu­tímum," segir í skrif­legu svari Nadine Guðrúnar Yaghi, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, til Fréttablaðsins.

Fréttablaðið greindi einnig frá því í morgun að ferðaskrifstofunnar Heimsferðir og Vita hefðu að sama skapi neyðst til að fella niður flug af sömu ástæðum.