Farsímafyrirtækið Play hefur á skömmum tíma náð meira en milljón viðskiptavinum til sín í Póllandi, þrátt fyrir harða samkeppni á markaði þar í landi. Félagið sérhæfir sig í þriðju kynslóðar farsímum og áætlar að fjárfesta fyrir 1,1 milljarð evra í að setja upp farsímakerfi í Póllandi. Play leggur mikið upp úr því að bjóða upp á það nýjasta í farsímaþjónustu hverju sinni og gengur þannig vel að ná til sín yngri hópi neytenda.

Pólska farsímafyrirtækið Play hefur vakið athygli að undanförnu fyrir þann hraða vöxt sem orðið hefur á fyrirtækinu, en það er í 75% eigu Novator. Financial Times segir í umfjöllun sinni um Play að félagið hafi á skömmum tíma hrist upp í samkeppninni á pólskum farsímamarkaði, enda er það í einna hröðustum vexti evrópskra símafyrirtækja. Fyrir voru þrjú stór símafyrirtæki á pólskum markaði, öll tengd alþjóðlegum risum í geiranum, en Play hefur náði milljón viðskiptavinum til sín á innan við ári.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði Viðskiptablaðins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .