*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Innlent 4. júlí 2020 10:24

Play íhugar fleiri starfsmenn

Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, segir að félagið muni líklegast auglýsa aftur í störf, síðast sóttu 4.000 manns um starf.

Ritstjórn
Arnar Már Magnússon er forstjóri Play.

Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins Play, segir í viðtali við Fréttablaðið að mjög líklegt sé að auglýst verði aftur í störf hjá félaginu. 

Samkvæmt Arnari á allt á að vera kortlagt hjá félaginu fyrir fyrsta flug og búið er að ráða í einhver störf áhafna. Síðast þegar Play auglýsti eftir starfsfólki í nóvember á síðasta ári bárust 4.000 umsóknir.

„Við erum nú þegar með einhverjar áhafnir sem munu starfa fyrir okkur, þetta á bæði við um flugmenn og flugliða. Við réðum í þessar stöður til að allt verði klárt fyrir fyrsta flugið. Við höfum unnið að því alveg frá byrjun.”

„Við erum ekki búnir að tryggja okkur áhafnir fyrir allar þær stækkanir sem við ætlum okkur að fara í, enda gefur það auga leið að ekki er hægt að ráðast í það strax,” segir Arnar.

Félagið stefnir á að taka af stað í haust.