*

miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Innlent 23. janúar 2020 07:14

Play á lokametrunum

Fjármögnun flugfélagsins Fly Play er á lokametrunum og stendur áreiðanleikakönnun yfir samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Ritstjórn
Stjórnendur Play kynntu áform félagsins í byrjun nóvember.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er fjármögnun flugfélagsins Fly Play á lokametrunum og stendur áreiðanleikakönnun yfir. Heimildir blaðsins herma enn fremur að erlendir fjárfestar standi að hinni fyrirhugðu fjármögnun.

„Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Þetta er bara eins og hver annar orðrómur,“ sagði Sveinn Ingi Steinþórsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Fly Play, við Viðskiptablaðið en hann var staddur erlendis ásamt öðrum stjórnendum félagsins.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér


Stikkorð: Play Fly Play