Flugfélagið Play skýtur á Drífu Snædal, forseta ASÍ, í nýrri auglýsingu. Miðstjórn ASÍ gaf í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Play er sakað um undirboð launa og hvatti miðstjórnin fjárfesta og almenning til að sniðganga félagið .

Er yfirskrift nýju auglýsingarinnar „Drífa sig út!“, sem sjá má hér að neðan, nokkuð augljóst skot á forseta ASÍ.

Play auglýsing - Drífa sig út
Play auglýsing - Drífa sig út
© vb.is (vb.is)

Play svaraði ásökunum miðstjórnarinnar í tilkynningu . Þar lýsti yfir sárum vonbrigðum með að Drífa Snædal, forseti ASÍ, „skuli bregða fæti fyrir nýtt flugfélag sem er beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur í formi lægri flugfargjalda". Félagið myndi leita réttar síns dragi ASÍ ásakanir ekki til baka.

Þá benti Viðskiptablaðið á í fréttaskýringu að fullyrðingar ASÍ standist ekki skoðun . Var meðal annars bent á að lægstu föstu laun Play séu hærri en ASÍ fullyrti.