Flugfélagið PLAY hefur undirritað samninga við flugvélaleigusalann China Aircraft Leasing Company (CALC) um leigu á tveimur Airbus flugvélum, A320neo. Vélarnar verða afhentar PLAY í næstu viku en eru ekki væntanlegar til landsins fyrr en í mars á næsta ári. Með þessari viðbót verður floti PLAY orðinn fimm flugvélar en félagið stefnir á að hefja flug til Norður Ameríku á vormánuðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu.

Í haust nýtti PLAY sér núverandi markaðsaðstæður og undirritaði samning við flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum á hagstæðum kjörum. Samningarnir eru til langs tíma og verða vélarnar afhentar frá hausti 2022 til vors 2023.

Vélarnar eru hagkvæmar í rekstri en þær eru sparneytnar á eldsneyti og henta þekkingu áhafna flugfélagsins. „Við erum mjög ánægð með að bæta vélum í flotann. Við erum meðvitað að taka ákvarðanir með umhverfissjónarmið í huga og er val á þessum flugvélum til marks um það," er haft eftir Birgir Jónsssyni, forstjóra PLAY í fréttatilkynningu.