Flugfélagið Play hefur verið nokkuð milli tannanna á fólki allt frá því að félagið tilkynnti í byrjun mánaðar að það hefði safnað nýju hlutafé að andvirði 2,3 milljarða króna með samningum við tuttugu stærstu hluthafa sína. Félagið sagði markmið með söfnun áskriftarloforðanna að efla félagið fyrir komandi vöxt og tryggja sterka lausafjárstöðu þess. Til viðbótar tilkynnti Play nokkrum dögum síðar að það hygðist efna til hlutafjárútboðs fyrir aðra en þá tuttugu stærstu. Náist full áskrift fær félagið þar um einn milljarð króna til viðbótar. Samkvæmt uppgjöri Play fyrir fyrstu níu mánuði ársins brenndi félagið einmitt í gegnum 3,3 milljarða króna af lausafé sínu á tímabilinu, sem er rúmur helmingur lausafjár sem það átti í byrjun árs.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði