Tíu fyrrverandi nektarfyrirsætur úr tímaritinu Playboy náðu betri árangri með hlutabréfasafn sitt en þorri þeirra sem nutu fjárfestingaráðgjafar hjá greiningarfyrirtækinu Morningstar í fyrra.

Bestum árangri náði Amy Sue Cooper sem var kosin leikfélagi ársins 2005 í sérstakri netkosningu. Hún náði 47,9% ávöxtun í samkeppni sem bandaríski hlutabréfavefurinn Tradingmarkets.com stóð fyrir. Þetta var liður í keppni þar sem félagið fékk 10 fyrrverandi fyrirsætur hjá Playboy til að velja hlutabréf og var svo árangurinn borin saman við aðra samanburðahópa. Frá þessu var greint á netsíðu danska viðskiptaritsins Börsen.

Í janúar 2005 höfðu konurnar 10 sett saman hlutabréfasafn sem byggði á fimm mismunandi félögum. Í maí höfðu fjórar kvennanna slegið S&P 500 vísitölunni við og náð 4,56% betri ávöxtun.

Samanlagt voru fyrirsæturnar með ávöxtun upp á 7,87% sem var betri ávöxtun en þrír fjórðu þeirra sem fjárfestu gátu státað af.

Besta ávöxtun hjá Amy Sue Cooper náði fyrirtækið Pacific Ethanol sem reis um 214%. Þessi góði árangur gerði það að verkum að hlutabréfasafn Amy Sue var í þriðja sæti þeirra 20.000 hlutabréfasafna sem Morningstar vaktar. Amy Sue er umhverfisvæn stúlka og á því byggði hún val sitt á Pacific Ethanol enda taldi hún að félagið ynni að vistbænum verkefnum.

Amy Sue fékk 50.000 dollara í verðlaun sem hún gat varið til góðgerðarmálefnis að eigin vali. Lykilinn að velgengni sagði hún felast í því að fylgjast vel með fréttum og á því hefði hún byggt val sitt.