*

laugardagur, 24. júlí 2021
Innlent 11. nóvember 2013 14:31

Playstation 4 á markað á föstudaginn

Playstation 4 kemur á markað um helgina og xBox kemur rúmri viku seinna.

Ritstjórn

PlayStation 4 kemur út í Bandaríkjunum á föstudaginn. Microsoft gefur síðan út Xbox One mánudaginn 25. nóvember. 

Eftir því sem VB.is kemst næst verða fyrstu eintök af tölvunum gefin út i mjög takmörkuðum fjölda og er því ekki von á þeim til Íslands fyrir jól. 

Samkvæmt upplýsingum VB.is er búist við því að Playstation 4 verði komin í verslanir hér í lok janúar, en ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvenær xBox verður komin. 

Stikkorð: Playstation