Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva greindi frá því í dag að ráðgjafar fyrirtækisins og ráðgjafar Deutcsche Bank telji að yfirtökuboð Actavis í fyrirtækið sé sanngjarnt, segir í frétt Dow Jones. Tilboð Actavis hljóðar upp á 795 kúnur á hlut.

Actavis hefur áður sagt að sameining muni tryggja hag beggja fyrirtækjanna í harðandi samkeppni samheitalyfjamarkaða.

Pliva segir þó að vert sé að taka fram að Actavis starfi nú á sömu mörkuðum og Pliva og þess vegna geti viðskiptalegir hagsmunir fyrirtækjanna skarast á í einhverjum tilfellum, segir í fréttinni.