Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva hefur ákveðið að eiga yfirtökuviðræður við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, en Actavis hefur ennig gert tilraun til að kaupa félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pliva.

Óformlegt kauptilboð Barr hljóðar upp á HKR705 á hlut en kauptilboð Actavis nam HKR630 á hlut. Kauptilboð Barr samsvarar 2,2 milljörðum dollara, eða um 166 milljörðum íslenskra króna.

Barr gerir ráð fyrir að gera formlegt kauptilboð síðar á árinu, eftir að leyfi hefur fengist frá samkeppnisyfirvöldum í Bandaríkjunum og Þýskalandi og fjármálaeftirlitinu í Króatíu.