Umslög Bítlaplötunnar Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band er verðmætasta plötuumslag í heimi samkvæmt tónlistartímaritinu Record Collector. Telegraph greinir frá.

Að mati tíímritsins er umslagið metið á um 70 þúsund sterlingspund, eða rétt tæpar 13 milljónir króna.

Platan kom út í júní 1967 en sérstakt umslag var prentað utan um plötuna fyrir jólin það ár til að fagna velgengni plötunnar. Því er mun takmarkaðra upplag til af þessu umslagi.

Þetta umslag er ekki hið fágæta og verðbæta.