*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Erlent 23. júlí 2016 13:41

Pókemon Go halað mest niður

Engu forriti halað jafnmikið niður á einni viku. Leikurinn loksins fáanlegur í Japan í samstarfi við McDonalds.

Ritstjórn

Frá upphafi þess að Apple fyrirtækið opnaði sérstaka verslun fyrir snjallsímaforrit, svokallað App Store, þá hefur ekkert svoleiðis forrit, eða app, í sögunni verið halað jafnmikið niður á einni viku og Pokemon Go tölvuleikurinn.

Er það þrátt fyrir að leikurinn hafi einungis verið gefinn út til að byrja með í Nýja Sjálandi, Ástralíu og Bandaríkjunum.

Loksins fáanlegur í heimalandinu Japan

Leikurinn hefur síðan verið opnaður í fleiri löndum, þar á meðal hér á Íslandi, en fyrst í gær var hann settur af stað í Japan sjálfu, þaðan sem Pokemon karakterarnir koma upphaflega.

Upphaflega átti leikurinn að koma út á miðvikudag, en var frestað til föstudagsins, meðal annars vegna þess að þá var frídagur í skólum, en einnig vegna þess að innri samskipti frá McDonalds um útgáfuna var lekið.

McDonalds staðir verða leikvangar

McDonalds verður fyrsti kostunaraðili leiksins hingað til. Hljóðar samningur fyrirtækisins við útgefendur Pokemon Go um að allir um það bil 3.000 veitingastaðir fyrirtækisins verði svokölluð gym eða leikvangar fyrir leikinn. Eru væntingar veitingastaðarins þá að leikurinn muni draga viðskiptavini til þeirra og er búist við að svipaðir samningar verði gerðir annars staðar í heiminum.

Jafnframt geta fyrirtækið sett upp eins konar beitu, eða Lure, fyrir Pókemon týpur, og má geta þess að Viðskiptablaðið fjallaði um að verslunin Nexus sem selur ýmislegt tengt spilum, teiknimyndasögum og þess háttar og hefur selt Pokemon vörur frá upphafi setti upp þess háttar beitu og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins nýttu margir viðskiptavinir sér tækifærið og veiddu Pokemona.

Stikkorð: Japan Apple McDonalds Pokemon Go Nexus. App store