*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 22. júlí 2016 12:31

Pókemonar flykkjast í Nexus Nóatúni

Fyrirtæki geta laðað að sér Pókemona, og viðskiptavini í kjölfarið, með leigu á „Lure“ í Pókemon Go leiknum vinsæla.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Nexus er eitt þeirra fyrirtækja sem hyggst nýta sér vinsældir snjallsímaleiksins Pokemon GO til að vekja athygli á fyrirtæki sínu og laða að sér spilara.

„Við viljum við bara minna á það við erum alltaf með Pókemon varning, Við erum með spilin, erum með bækur, fylgihluti jafnvel skartgripi,“ segir Gísli Einarsson eigandi spila og teiknimyndasöguverslunarinnar Nexus í Nóatúninu.

Fágætari Pókemon týpur mæta á svæðið

Fyrirtæki, og í raun hver sem er, getur sett upp svokallað Lure Module, eða beitu. Þá greiðir viðkomandi 0,99 Bandaríkjadali fyrir að setja upp beitu á ákveðnum stað sem laðar til sín Pókemon karaktera í ríkari mæli en almennt gerist í leiknum. Einnig er hægt að kaupa 5 Lure Module á 4,99 dali og það er hægt að fá þá niður í allt að 0,60 dali ef keypt eru nægilega margir.

Kosturinn við þetta er jafnframt sá að fágætari og verðmætari Pókemon týpur birtast frekar heldur en almennt gerist svo það getur verið verðmæti í því fyrir fyrirtæki að setja upp Lure Module til að laða að viðskiptavini, sem eru að spila leikinn. 

Fleiri íslensk fyrirtæki hafa verið að nýta sér leikinn til að laða til sín viðskiptavini og eru dæmi um að þau láti beituna vera í gangi svo dögum skiptir.

Alltaf pókemon kortaspilamót á föstudögum

Í samtali við Gísla segir hann Nexus bjóða upp á þessa þjónustu fyrir viðskiptavini sína í dag og hefst það klukkan 14:30.

„Við erum alltaf með pókemon kortaspilamót á föstudögum, erum búnir að spila pókemon kortaspilið síðan það kom út fyrst árið 2000, það hefur aldrei dáið, og er meira að segja vinsælla núna heldur en oft áður,“ segir Gísli í viðtali við Viðskiptablaðið en mótið hefst klukkan 15:00.

Hafa verið með Pókemon vörur frá upphafi

„Okkur langar að tengja þetta svolítið saman. Að bjóða upp á þetta Lure í tölvuleiknum, sem þýðir þá að við kaupum þá Pókemonafjölgun á svæðinu, þá búumst við að einhverjir komi og vilji veiða þá, og sjái þá að við erum ennþá að selja kortaspilin. Það er fullorðið fólk er að spila þennan leik í dag, sem spiluðu síðast kannski þegar þau voru krakkar. Okkur langar að ýta undir það að við erum verslun sem hefur verið með Pókemona frá upphafi.“

Gísli segir kortaspil vera mjög félagslega spilamennsku. „Þetta er miklu betri og skemmtilegri strategía heldur en í þessum tölvuleik þannig séð, segi ég, sem svona spilari sko. En þessi nýji leikur er náttúrulega einnig alveg snilldar leið til að koma saman og hreyfa sig og gera eitthvað og eiga samskipti. Mér finnst alveg magnað að hann hafi náð svona miklum vinsældum svona hratt,“ segir Gísli.

„Svo er að fara vel af Pókemon skartgripunum sem við erum að fá, þetta er það nýjasta hjá okkur, erum með skartgripalínu, Star Wars, ofurhetjur og svo Pókemon, þeir fara eins og heitar lummur hjá okkur. Þetta er eitthvað sem hefur ekki sést áður,“ segir Gísli að lokum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is