Polar bjór frá Ölgerðinni er kominn aftur á markað.

Í tilkynningu frá Ölgerðinni kemur þó fram að nýi Polar bjórinn á þó fátt sameiginlegt með þeim gamla, nema nafnið Polar Beer.

„Polar bjór er bruggaður á hefbundinn máta en með því að setja ögn af maís með korninu verður bjórinn léttari og ferskari,“ segir í tilkynningunni.

Í Ölgerðinni er talað um að þetta sé villta útgáfan af Polar bjórnum enda hefur margt breyst í tímans rás. Stærsti munurinn er líklega sá að löglegt er að brugga og selja bjór á Íslandi. Polar Beer verður bæði seldur í 2,25% útgáfu í verslunum og sterkari útgáfu í vínbúðum og á veitingahúsum.

Á umbúðum bjórsins stendur Polar Beer í anda gamla vörumerkisins. Líklegt er talið að nafngiftin sé orðaleikur Íslendinga með bjór og björn á enskri tungu. Enskumælandi menn heyra greinilegan mun á orðinu “beer “(e. “bír”) eða “bear” (björn e. ber) en í eyrum Íslendinga á stríðsárunum hefur þetta eflaust verið svipað.

Þá kemur fram að Polar bjór var á sínum tíma bruggaður í Ölgerðinni fyrir breska og bandaríska hermenn í seinna stríði. Bjórinn mátti þó einungis afgreiða til hersins. Síðar meir fékkst bjórinn í Fríhöfninni en þó máttu einungis áhafnir skipa og flugvéla taka bjór með sér inn í landið – allt til ársins 1980.

Þeir sem komust yfir Polar bjór áttu því til að liggja á honum eins og ormar á gulli sem er ekki góð geymsluaðferð fyrir bjór.