Sé farið inn á vefsíðu danska blaðsins Politiken má sjá að í haus blaðsins er íslenski fáninn. Þar segir enn fremur að blaðið styðji Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi. "Áfram Ísland — Politiken holder med Island ved EM".

Mads Zacho Teglskov, einn af ritstjórum blaðsins, skrifar pistil , þar sem hann lofsyngur Ísland en dregur líka þjóðina saman í háði og spotti. „Við lofum því hér með að styðja Ísland 100%," skrifar hann og bendir á að Danmörk hafi sigrað á EM árið 1992 og Grikkland árið 2004. Þetta séu óvæntustu úrslit í sögu EM. Tólf ári hafi liðið á milli sigra Dana og Grikkja og nú séu einmitt tólf ár síðan Grikkland vann. Allt geti gerst.