Töluverðar fjárfestingar gætu átt sér stað í orku- og áliðnaði hér á landi. Þó verður einhver töf á slíkum fjárfestingum vegna tæknilegra, fjárhagslegra og pólitískra örðugleika. Þetta kemur fram í haustspá f r amk væmd a - stjórnar Evrópusambandsins sem gefin var út í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem frkv.stjórnin fjallar um Ísland sem umsóknarríki.

Þá telur framkvæmdastjórnin að skuldir einkageirans sé ein helsta fyrirstaða efnahagsbata á Íslandi og að endurskipulagningu skulda þurfi til þess að fyrirtæki geti vaxið, fjárfest og skapað ný störf. Þá telur framkvæmdastjórnin að áframhaldandi óvissa um skuldastöðu fyrirtækja og heimila geti hægt á fjárfestingu og einkaneyslu.