Einkavæðingarnefnd slóvenska ríkisins hætti í gær við sölu á símafyrirtækinu Telekom Slovenije, sem Skipti vildu kaupa. Forstjóri Skipta segir um pólitíska niðurstöðu að ræða sem komi ekki alls kostar á óvart, en félagið muni áfram fylgjast með fyrirtækinu og hugsanlegri sölu þess.

„Það eru ákveðin vonbrigði að þetta gekk ekki eftir, enda höfðum við mikla trú á að þessi tvö  yrirtæki gætu átt vel saman og gert sig gildandi á Evrópumarkaðinum,“ segir Brynjólfur Bjarnason,  orstjóri Skipta, móðurfélags Símans.

Einkavæðingarnefnd slóvenska ríkisins ákvað í gærmorgun að hætta við sölu á  tæplega helmingshlut í símafyrirtækinu Telekom Slovenjie, en Skipti voru eina fyrirtækið sem eftir var af þeim tólf sem sýndu því áhuga í upphafi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .