Ríkisstjórn Úkraínu riðar nú til falls og líkur eru á að fjórða ríkisstjórnin á jafnmörgum árum taki við stjórn landsins.

Segja má að pólitísk ólga hafi verið viðvarandi í landinu á undanförnum árum en nú bætast við óveðursskýin sem hrannast upp yfir hagkerfi landsins. Heimsmarkaðsverð á stáli, sem er helsta útflutningsafurð Úkraínu, fer nú hríðfallandi á sama tíma og hækkandi orkuverð og fjármagnskostnaður heldur niðri hagvexti.

Markaðir endurspegla þetta erfiða árferði. Samkvæmt Dow Jones- fréttaveitunni er skuldatryggingaálag á úkraínsk ríkisskuldabréf um 500 punktar og hefur það ekki verið hærra í tvö ár. Helsta hlutabréfavísitalan í landinu hefur fallið um tæplega 30% undanfarinn mánuð.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .