*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Erlent 22. ágúst 2020 10:02

Pólitísk slagsíða?

Um helmingur Bandaríkjamanna telur að mikil pólitísk slagsíða sé í umfjöllun fjölmiðla.

Ritstjórn

Um helmingur Bandaríkjamanna telur að mikil pólitísk slagsíða sé í umfjöllun fjölmiðla. Hefur þetta hlutfall smám saman aukist á síðustu árum.

Árið 2007 taldi 31% að fjölmiðlar væru hlutdrægir og var hlutfallið 37% árið 2012. Árið 2017 var það komið í 45% og í nýjustu könnuninni, sem er frá því í sumar, er þetta hlutfall komið í 49%.

Það kemur ekki sérlega á óvart að repúblikanar skuli vantreysta fjölmiðlum hvað mest að þessu leyti. Líklega má rekja það til orðræðu forsetans sem hefur verið duglegur með „fake-newsstimpilinn".