„Áður fyrr áttum við í raunverulegum deilum um hvort fyrirtæki ættu að vera í eigu og undir stjórn ríkisvaldsins eða einstaklinga. Við unnum þær deilur. En sumir á vettvangi stjórnmálanna hafa fundið sér annan vígvöll til að ná í raun fram sömu markmiðum. Þú þarft ekki endilega að eiga vatnsveitufyrirtæki, stálframleiðslu eða rafmagnsfyrirtæki í því augnamiði að geta sagt þeim fyrir verkum. Þú getur einfaldlega stjórnað þeim með því að setja íþyngjandi reglugerðarverk um starfsemi þeirra.

Og þannig geturðu sagt þeim hvað þú telur að sé þeim fyrir bestu frekar en að eigendurnir taki slíkar ákvarðanir sjálfir. Þetta er mikil áskorun fyrir þá sem aðhyllast lágmarksafskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu,“ segir Eamonn Butler, framkvæmdastjóri Adam Smith Institute og höfundur bókarinmnar The Best Book on the Market: How to stop worrying and love the free economy, í viðtali við Viðskiptablaðið.

Butler heldur fyrirlestur við Háskólann í Reykjavík næstkomandi föstudag þar sem hann ræðir hugmyndir sínar í samhengi við atburði í alþjóðlegu efnahagslífi undanfarin misseri og ástandið í dag, en að fundinum standa RSE, Viðskiptablaðið og Viðskiptaráð.

_______________________________________

Í Viðskiptablaðinu í dag er að finna ítarlegt viðtal við Eamonn Butler. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .