Samtök evrópskra útsendingaraðila hafa varað pólsk yfirvöld við því að þjóðinni verði meinuð aðild að samtökunum verði ný löggjöf ríkisstjórnarinnar til þess að grafa undan sjálfstæði fjölmiðla.

Löggjöfin sem um ræðir hefur sætt mikilli gagnrýni, en hún snýr að réttindum stjórnmálamanna til að ráða og reka framkvæmdastjóra ríkisfjölmiðils þjóðarinnar.

Þá ber að nefna að aðild að samtökunum er forsenda þáttöku þjóðar í evrópsku söngvakeppninni sem er Íslendingum svo hugleikin, Eurovision.

Fari svo að samtökin evrópsku meti löggjöfina pólsku sem brotlega á reglugerðum sínum gæti farið á þann veg að Pólland verði gert brottrækt úr samtökunum og hafi þar með ekki þátttökuheimild í Eurovision-söngvakeppninni.