Evrópuþingið hefur gert daginn í dag, 23. ágúst að minningardegi fórnarlamba alræðis í Evrópu en þennan sama dag árið 1939 gerðu Hitler og Stalín griðasáttmálann sem hleypti af stað heimstyrjöldinni. Dr. Pawel Ukielski, forstöðumaður safnins um uppreisnina i Varsjá 1944, mun flytja fyrirlestur sem heitir „Pólland undir oki nasisma og kommúnisma“ kl. 16.00 í dag. Einnig verður opnuð myndasýningin „Heimskommúnisminn og Ísland“.

Ásamt Dr. Pawel Ukielski mun Dr. Mart Nutt, þingmaður á eistneska þinginu og sagnfræðingur, flytja fyrirlesturinn „Eistland. Smáþjóð undir oki erlends valds“.

Þjóðarbókhlaðan, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Varðberg og Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt standa að þessum viðburði.