Ríkissstjórn Póllands stefnir enn á aðild að evrusvæðinu þrátt fyrir mikil vandræði þar. Skuldakreppan hefur aðeins tafið áætlanir landsins. Þetta fullyrðir Marek Belka, seðlabankastjóri landsins.

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir Belka hafa sagt á fundi með öðrum seðlabankastjórum í Varsjá á föstudag í síðustu viku að þegar skuldakreppan á evrusvæðinu verði leyst hyggist Pólverjar halda áfram viðræðum um aðild að evrusvæðinu. Engin dagssetning hefur verið negld niður um það hvenær stefnt sé að inngöngu í myntbandalagið.