Traust er öllum fjölmiðlum hugleikið, því án þess eru þeir lítils virði. Það er enda mælt reglulega, ekki síður en lestur og sala. Traust til einstakra miðla er þannig mjög mismikið, en traust til fjölmiðla almennt varðar ekki þá eina, heldur má segja að það sé hluti af heilbrigðu og upplýstu lýðræði.

Sem sjá má að ofan er traust til fjölmiðla í nokkrum ríkjum Evrópu mjög mismikið eftir stjórnmálaskoðunum. Ekki þó svo mjög til hægri og vinstri, en mjög ákveðið eftir því hvort fólk hneigist til pópúlískra viðhorfa eða ekki. Í því felast bæði vísbendingar og áhyggjuefni, bæði fyrir lýð og miðla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .